fös 10. nóvember 2017 21:13
Elvar Geir Magnússon
Solo sakar Blatter um að hafa gripið í rassinn á sér
Hope Solo og Blatter á sviðinu 2013.
Hope Solo og Blatter á sviðinu 2013.
Mynd: Getty Images
Hope Solo, markvörður bandaríska kvennalandsliðsins, sakar Sepp Blatter, fyrrum forseta FIFA, um kynferðislega áreitni á Ballon d’Or verðlaunahátíðinni í janúar 2013.

Solo, 36 ára, segir að Blatter hafi gripið í rassinn á sér.

Talsmaður Blatter hefur svarað þessum ásökunum og sagt að þær séu algjörlega út í hött.

Solo og Blatter komu saman á sviðið til að opinbera um leikmann ársins í kvennaflokki. Þau voru saman baksviðs og segir Solo að Bletter hafi gripið í afturenda sinn rétt áður en þau stigu á svið.

Solo segir að framkoma Blatter hafi verið sjokkerandi en hún hafi náð að halda haus til að veita verðlaunin.

Blatter, 81 árs, var settur í bann frá fótbolta vegna spillingamála. Hann hefur oft verið sakaður um karlrembu, til að mynda árið 2004 þegar hann sagði að leikmenn í kvennaboltanum ættu að vera í þrengri stuttbuxum til að laða að karlkyns áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner