Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 10. nóvember 2017 22:36
Helgi Fannar Sigurðsson
Undankeppni HM: Senegal komið áfram
Diafra Sakho var á skotskónum í kvöld.
Diafra Sakho var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Suður-Afríka 0-2 Senegal
1-0 Sakho (12')
2-0 Mkhize (38' Sjálfsmark)

Senegal tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi á næsta ári með sigri á Suður-Afríku í kvöld.

Eftir sigurinn er ljóst að ekkert lið getur náð Senegal, sem er á toppi síns riðils í Afríku-hluta undankeppni HM, í seinustu umferðinni.

Diafra Sakho, leikmaður West Ham, kom Senegal yfir á 12. mínútu leiksins áður en Thamsanqa Mkhize, leikmaður Suður-Afríku, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þetta reyndust vera einu mörk leiksins og verður Senegal því á meðal þátttökuþjóða á HM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner