fös 10. nóvember 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi á lokasprettinum - Ætlar í þjálfun
Mynd: Getty Images
Spænski snillingurinn Xavi mun leggja skóna á hilluna að þessu leiktímabili loknu. Þetta hefur hann staðfest.

Xavi, sem vann fjöldann allan af titlum hjá Barcelona, er þessa stundina samningsbundinn Al-Sadd í Katar.

„Þetta er síðasta ár mitt sem fótboltamaður," segir Xavi við Sport á Spáni, en hann stefnir á þjálfun. „Ég hef verið að hugsa um að sækja mér þjálfararéttindi á næsta ári og gerast þjálfari."

Xavi yfirgaf Barcelona árið 2015 eftir 17 ár þar. Xavi hefur unnið 31 titil á leikmannaferli sínum og situr í öðru sæti listans yfir sigursælustu spænsku leikmenn sögunnar á eftir félaga sínum Andres Iniesta. Xavi og Iniesta léku saman hjá Barcelona.

Sjá einnig:
Xavi vill þjálfa landslið Katar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner