Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. desember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Garðar Örn um rauða spjaldið á Markovic: Þarf enga snertingu
Garðar Örn Hinriksson eða Rauði baróninn eins og hann er oft kallaður.
Garðar Örn Hinriksson eða Rauði baróninn eins og hann er oft kallaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
KSÍ dómarinn, Garðar Örn Hinriksson, hefur tjáð sig um rauða spjaldið sem Lazar Markovic, leikmaður Liverpool á Englandi, fékk að líta gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í gær en hann er sammála ákvörðuninni.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Basel á Anfield í gær en liðið er úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta árið.

Markovic kom inná sem varamaður í hálfleik og var rekinn af velli fimmtán mínútum síðar fyrir að slá til Behrang Safari. Bjorn Kuipers, dómari leiksins, sá atvikið vel og rak Markovic af velli.

Garðar Örn hefur undanfarin ár verið meðal fremstu dómara á Íslandi en hann tjáði sig í ummælakerfi Fótbolta.net í gær.

,,Þarna þarf enga snertingu. Hann slær viljandi til leikmanns og það er nóg," sagði Garðar Örn.

,,Bein aukaspyrna er dæmd liði mótherjanna ef leikmaður fremur eitthvert
eftirfarandi sjö leikbrota með þeim hætti að dómarinn telji það ógætilegt,
skeytingarlaust eða heiftarlegt:
• sparkar, eða gerir tilraun til að sparka, í mótherja
• bregður, eða gerir tilraun til að bregða, mótherja
• stekkur á mótherja
• ræðst á mótherja
• slær, eða gerir tilraun til að slá, mótherja
• hrindir mótherja
• tæklar mótherja,"
sagði hann og vitnaði í knattspyrnulögin.


Athugasemdir
banner
banner