Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 10. desember 2016 12:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Draumur orkudrykkjakóngsins: Ævintýralegur uppgangur RB Leipzig
Helgi Bergmann skrifaði
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
RB Leipzig hefur komið öllum á óvart á þessu tímabili
RB Leipzig hefur komið öllum á óvart á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Helgi Bergmann
Helgi Bergmann
Mynd: Úr einkasafni
Sem áhugamaður um fótbolta er gaman að skoða stöðuna í þýsku deildinni um þessar mundir. Deildin hefur verið mjög óspennandi undanfarin ár, stórveldið Bayern München hefur unnið deildina 4 ár í röð og 13 af síðustu 20 titlum. En það kann að vera að nýtt nafn verði áletrað á meistarabikarinn næsta vor, og liðið sem margir binda vonir við var ekki til fyrir tíu árum síðan.

Ástæðuna má rekja til drykkjaframleiðandans Red Bull. Dieter Mateschitz, hinn austurríski stofnandi Red Bull er mikill áhugamaður um íþróttir. Hann er líka einn af ríkustu mönnum heims, auðæfi hans eru metin á um 15 milljarða dala.

Liðið sem nú er í efsta sæti, RB Leipzig, var stofnað af Red Bull árið 2009. Red Bull höfðu lengi haft áhuga á að stofna lið í Þýskalandi, og ákváðu loks að skoða sig um í borginni Leipzig. Í borginni er gríðarlegur áhugi á knattspyrnu, og áður fyrr áttu þeir lið í fremstu röð. En um þessar mundir var knattspyrna í mikilli lægð í borginni og ekkert atvinnumannalið hafði verið í borginni í meira en tíu ár.

Red Bull skoðuðu sig um og fundu fundu lið frá þorpi nokkra kílómetra frá Leipzig sem keppti í þýsku 5. deildinni. Red Bull keyptu liðið, breyttu nafninu á því, og settu sér það markmið að komast upp í 1. deild árið 2017. Það markmið þótti ákaflega metnaðarfullt, og fáir sem höfðu trú á að það tækist.

Liðinu gekk þó vel framan af að koma sér upp um deildir, en reyndist erfiðast að komast upp úr 2. deildinni enda mikil samkeppni þar, enda um sterka deild að ræða. Það fór svo að það var ekki fyrr en á síðasta degi tímabilsins í fyrra sem Leipzig tókst að tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á hinu fornfræga liði Karlsruher. Liðið var því búið að tryggja sér sæti í efstu deild, ári á undan áætlun.

Nú eru liðin 7 ár síðan liðið SSV Markranstadt var um miðja deild í 5. deildinni í Þýskalandi, og spilaði alla jafna fyrir framan um 5.000 áhorfendur.

Í dag, undir sínu nýja nafni, RB Leipzig, situr það á toppi þýsku 1. deildarinnar, og er taplaust eftir 13 leiki. Svo virðist sem Dieter Mateschitz hafi ekkert verið að grínast þegar hann sagði: „Red Bull gives you wings!“

-Helgi Bergmann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner