sun 10. desember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Altidore á skotskónum er Toronto vann MLS-bikarinn
Altidore fagnar.
Altidore fagnar.
Mynd: Getty Images
Toronto FC 2 - 0 Seattle Sounders
1-0 Jozy Altidore ('67)
2-0 Victor Vazquez ('94)

Toronto er fyrsta liðið frá Kanada sem vinnur MLS-bikarinn eftir sigur á Seattle Sounders í úrslitaleik í gærkvöldi.

Toronto tapaði í vítaspyrnukeppni gegn einmitt Seattle í úrslitaleiknum i fyrra, en nú var annað uppi á teningnum.

Josy Altidore, sem átti misheppnaða dvöl í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, kom Toronto yfir á 67. mínútu og Victor Vazquez gerði út um leikinn í uppbótartímanum.

Toronto átti sigurinn skilið en liðið hefur átt ótrúlegt tímabil með Josy Altidore og Sebastian Giovinco fremsta í flokki. Liðið setti m.a. stigamet í deildarkeppnni í MLS-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner