banner
   sun 10. desember 2017 09:00
Kristófer Jónsson
Ashley Williams: Hjálpar stundum að vera reiður
Mynd: Getty Images
Ashley Williams, varnarmaður Everton, hefur viðurkennt að honum finnist hann oft spila betur þegar hann er reiður.

Williams hefur það orð á sér að vera einn mesti harðjaxlinn í enska boltanum en frá því að hann kom til Everton sumarið 2016 hefur hann fengið fjórtán gul spjöld og eitt rautt.

„Ég velti oft fyrir mér hvernig ég get spilað minn besta leik. Þegar ég er reiður finnst mér ég oft spila betur." sagði Ashley Williams í viðtali fyrir grannaslaginn við Liverpool, en í fyrri viðureignum liðanna hafa verið gefin 21 rauð spjöld.

„Í þessu umhverfi sem þessi leikur er held ég að maður verði að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Það gildir ekki bara um mig heldur alla leikmennina á vellinum." sagði Williams að lokum.

Leikur Liverpool og Everton fer fram á Anfield klukkan 14:15 í dag og má búast við miklum hasar þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner