sun 10. desember 2017 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bosz rekinn frá Dortmund (Staðfest) - Stoger tekur við
Búið er að tilkynna frá brottrekstri Peter Bosz.
Búið er að tilkynna frá brottrekstri Peter Bosz.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund hélt blaðamannafund í dag þar sem tilkynnt var um brottrekstur knattspyrnustjórans Peter Bosz eftir arfaslakt gengi liðsins að undanförnu.

Dortmund hefur fundið nýjan mann í brúnna til að leysa Bosz af. Peter Stoger, fyrrum þjálfari Köln, er tekinn við, hann mun stýra Dortmund út þessa leiktíð.

Stoger var nýlega rekinn frá Köln eftir að hafa verið í fjögur ár þar. Hann stýrði Köln í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 25 ár.

Dortmund hefur gengið afleiddlega að undanförnu, liðið hefur ekki tekist að vinna í níu síðustu leikjum sínum og er það versta gengi liðsins í 17 ár, hvorki meira né minna!

Eftir tap gegn botnbaráttuliði Werder Bremen á heimavelli í gær voru stjórnarmenn félagsins komnir með upp í kok.

Bosz tók við Dortmund fyrir tímabilið eftir að hafa gert flotta hluti með Ajax. Hann kom Ajax til að mynda í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Manchester United reyndist of stór biti. Hann entist ekki lengi í starfi í Þýskalandi.

Nú hafa Dortmund og Bayern bæði rekið knattspyrnustjóra sína á þessu tímabili. Fyrr á tímabilinu rak Bayern Carlo Ancelotti og réði Jupp Heynckes í hans stað. Það hefur gengið betur síðan þá hjá Bæjarastórveldinu sem er nú á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, með 13 stigum meira en erkifjendurnir í Dortmund.



Athugasemdir
banner
banner
banner