Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. desember 2017 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher: 100% vítaspyrna
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Everton fór heim með eitt stig úr grannaslagnum af Anfield í dag.

Liverpool stjórnaði leiknum og komst 1-0 yfir á 42. mínútu með marki frá Egyptanum Mohamed Salah.

Það benti ekkert til þess að Everton myndi jafna en jöfnunarmarkið kom, og það kom úr vítaspyrnu.

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, var dæmdur brotlegur fyrir bakhrindingu, en á samfélagsmiðlum hafa menn skipst í fylkingar um hvort brot hafi verið að ræða eða ekki.

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports, segir að um brot hafi verið að ræða.

„100% vítaspyrna," skrifaði Carragher á Twitter um atvikið.

Smelltu hér til að sjá myndband af vítaspyrnudómnum.




Athugasemdir
banner