Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. desember 2017 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Rúnar og félagar með góðan sigur
Mynd: Getty Images
Nordsjælland 3 - 2 Hobro
0-1 Quincy Antipas ('23)
1-1 Emiliano Marcondes ('32)
2-1 Emiliano Marcondes ('63, víti)
3-1 Mathias Rasmussen ('68)
3-2 Quincy Antipas ('73)

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í danska liðinu Nordsjælland voru að vinna þriðja leik sinn í röð í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland fékk Hobro í heimsókn.

Gestirnir í Hobro komust yfir á 23. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Emiliano Marcondes.

Marcondes var svo aftur á ferðinni um miðjan seinni hálfleikinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Mathias Rasmussen gerði stöðuna enn betri fyrir Nordsjælland nokkrum mínútum síðar.

Hobro náði að klóra í bakkann undir lokin en lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu 3-2 fyrir Nordsjælland.

Rúnar Alex stóð vaktina í marki Nordsjælland sem er í þriðja sæti dönsku deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner