sun 10. desember 2017 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund heldur blaðamannafund - Bosz rekinn?
Peter Bosz.
Peter Bosz.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur gengið afleiddlega að undanförnu, liðið hefur ekki tekist að vinna í níu síðustu leikjum sínum.

Eftir tap gegn botnbaráttuliði Werder Bremen á heimavelli í gær eru stjórnarmenn félagsins komnir með upp í kok. Félagið hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem líklega verður tilkynnt um brottrekstur knattspyrnustjórans Peter Bosz.

Bosz tók við Dortmund fyrir tímabilið eftir að hafa gert flotta hluti með Ajax. Hann kom Ajax til að mynda í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Manchester United reyndist of stór biti.

Eins og áður segir þá ætlar Dortmund að halda blaðamannafund og kæmi það verulega á óvart ef eitthvað annað væri á döfinni en brottrekstur Peter Bosz frá félaginu.

Dortmund er sem stendur í sjöunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, 13 stigum á eftir toppliði Bayern München.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner