Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. desember 2017 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Times 
Eiður í ítarlegu viðtali: Getur verið erfitt að vinna með Mourinho
Eiður spilaði bæði undir stjórn Guardiola og Mourinho
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
,,Það getur verið erfitt að vinna með Mourinho á hverjum degi þar sem hann er svo kröfuharður
,,Það getur verið erfitt að vinna með Mourinho á hverjum degi þar sem hann er svo kröfuharður
Mynd: Getty Images
,,Ef Pep fengi að velja þá myndi hann aldrei enda í árekstrum við leikmenn sína, hann myndi reyna að forðast það
,,Ef Pep fengi að velja þá myndi hann aldrei enda í árekstrum við leikmenn sína, hann myndi reyna að forðast það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho og Josep "Pep" Guardiola munu eigast við á hliðarlínunni í dag þegar Manchester United og Manchester City mætast í stórleik í ensku úrvalsdeildinni.

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins, hefur spilað hjá þeim báðum. Hann spilaði fyrir Mourinho hjá Chelsea og fyrir Guardiola hjá Barcelona.

Times fékk því að ræða við Eið um þá félaga. Oft hefur verið talað um að Mourinho og Guardiola séu mjög ólíkir, en Eiður sér líka líkindi á milli þeirra. „Það er skrýtið að segja það," segir Eiður.

„Ég fékk sömu tilfinningu þegar Pep gekk inn um dyrnar hjá Barcelona (árið 2008)," sagði Eiður enn fremur, en stuttu áður hafði Eiður talað um áhrif Mourinho hjá Chelsea, á fyrsta undirbúningstímabili sínu þar.

Mourinho-áhrifin urðu strax augljós hjá Chelsea. „Fjölmiðlar sögðu hversu strangur hann var og talað var um að það yrði eins og við myndum vera í hernum næstu árin. Í staðinn gekk hann inn og kortlagði það hvað hann vildi fá frá hverjum og einum og hvernig við myndum vinna saman sem hópur. Við, leikmennirnir, litum á hvorn annan og sögðum ‘Við munum vinna deildina í ár‘ - og það var bara eftir einn fund. Fyrsta æfingin sannfærði okkur enn frekar. Hraðinn fór stax upp hjá Mourinho."

Gurdiola lenti í aðeins meiri vandræðum. „Við vorum með bestu leikmennina Ronaldinho, Deco, (Samuel) Eto’o, (Thierry) Henry, Messi en við höfðum ekki unnið tímabilið áður."

„Hann tók stórar og mikilvægar ákvarðanir. Ronaldinho og Deco voru í gríðarlegu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum á þessu tíma, en hann lét þá fara. Hann kenndi okkur hvernig hann vildi spila og við áttum ótrúlegan tíma. Hvernig er hægt að taka það af honum?"

„Það tók okkur samt tíma að komast í gang. Við töpuðum fyrstu leikjunum og svo gerðum við nokkur jafntefli. Fólk fyrir utan félagið efaðist um hann. Fyrstu fimm eða tíu leikirnir voru ekki sannfærandi, en þegar þetta kom heim og saman, var það rafmagnað. Við urðum eins og vel smurð vél, það skipti ekki máli hver kom inn í liðið eða hver fór út úr því," sagði Eiður um Guardiola.

Hvernig tókst Guardiola þetta? „Liðsfundirnir og æfingarnar snerust um smáatriði. Það var oft talað um hugmyndafræðina en líka um litlu hlutina, hvernig við gætum skapað pláss gegn mótherjanum, hvernig við gætum náð yfirráðum. Þetta snýst allt um að ná yfirráðum framarlega á vellinum, hvernig skal hreyfa sig til að skapa frelsi fyrir manninn sem er með boltann, hvernig skal ná bakvörðunum eins hátt upp völlinn og mögulegt er, hvernig skal fá leikmennina til að hreyfa sig í kringum manninn með boltann til að gefa okkur auka mann á sérstökum hluta vallarins á sérstökum tíma."

„Ekki varnarbolti"
Mourinho hefur verið þekktur sem meiri varnarþjálfari í gegnum tíðina, hann er stundum sakaður um að „leggja rútunni". Á meðan spilar Guardiola blómstrandi sóknarbolta. Þetta er ekki eitthvað sem Eiður er sérstaklega sammála.

„Þetta er ekki mín reynsla með Jose. Hann setti ekki allt púður í sóknarleikinn, en hann vildi alltaf að við sóttum sem lið og vörðumst sem lið. Hjá Pep, ef við vorum 3-0 yfir, þá vildi hann að við myndum ná fjórða, fimmta og sjötta markinu, á meðan Jose vildi helst halda út, spara orkuna og hvíla. Þetta var öðruvísi aðferð, en hún var ekki neikvæð og þetta var ekki varnarbolti."

Eiður segir að það geti verið erfitt að vinna með Mourinho.

„Það getur verið erfitt að vinna með honum á hverjum degi þar sem hann er svo kröfuharður," segir Eiður um fyrrum þjálfara sinn. „En þú veist að hann er að gera liðið betra."

Mismunandi karakterar
„Þeir eru báðir mjög viðkunnalegir, en eru mjög mismunandi karakterar. Jose er meiri karakter. Pep vill ekki lenda í rifrildum við leikmenn sína, en Jose hefur gaman af spennu. Ef Pep fengi að velja þá myndi hann aldrei enda í árekstrum við leikmenn sína, hann myndi reyna að forðast það."

Eiður spáir því að leikurinn í dag endi með jafntefli.

„Jose tók við brotnu liði og er að móta það saman. Það er mikið meira spennandi að fylgjast með United á þessu tímabili. Þeir munu báðir standa sig vel í Manchester en þeir geta ekki báðir náð árangri á sama tíma," sagði Eiður að lokum.

Leikurinn í dag hefst 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner