Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. desember 2017 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Everton rændi stigi af Liverpool
Það var snjókoma á Anfield.
Það var snjókoma á Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 1 Everton
1-0 Mohamed Salah ('42 )
1-1 Wayne Rooney ('77 , víti)

Það var hart barist á Anfield þar sem nágrannaliðin Liverpool og Everton áttust við. Mikill rígur ríkir á milli þessara liða og það er alltaf mikið undir þegar þau mætast.

Liverpool stjórnaði ferðinni algjörlega allan fyrri hálfleikinn og var með boltann í kringum 80%. Lið Everton sat mjög djúpt og leyfði Liverpool að hafa boltann. Það skilaði sér í því að Liverpool komst yfir á 42. mínútu og var þar að verki Mohamed Salah. Það er óhætt að segja að Salah sé sjóðandi heitur þessa daganna.

Wayne Rooney fór úr hægri bakverði í hálfleik og var frammi í seinni hálfleik. Það virtist ætla að breyta litlu, fram á 77. mínútu þegar Everton fékk vítaspyrnu eftir heimskulegt brot Dejan Lovren. Wayne Rooney skoraði úr spyrnunni og þar við sat, lokatölur 1-1.

Mikil vonbrigði fyrir Liverpool sem stjórnaði leiknum frá A til Ö.
Liverpool er í fjórða sæti með 30 stig á meðan Everton hefur 19 stig og er í 10. sæti. Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner