Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. desember 2017 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud hefur jafnað Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud reyndist bjargvættur Arsenal sem mætti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal lenti undir eftir þrjár mínútur eftir mistök frá Per Mertesacker. Charlie Austin nýtti sér mistök Mertesacker og kom boltanum fram hjá Petr Cech í marki Arsenal, 1-0.

Southampton var sanngjarnt 1-0 yfir í hálfleik og var með forystuna alveg fram á 88. mínútu en þá tók varamaðurinn Olivier Giroud upp á því að jafna fyrir gestina frá Lundúnum.

Giroud hefur skorað stóran hluta af mörkum sínum sem varamaður, en með markinu í dag jafnaði hann Ole Gunnar Solskjær, fyrrum sóknarmann Manchester United, yfir skoruð mörk varamanna.

Solskjær skoraði 17 mörk á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður og nú hefur Giroud gert það sama.

Miklar líkur eru á því að Giroud muni komast upp fyrir Solskjær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner