Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. desember 2017 07:30
Kristófer Jónsson
Guardiola skildi ekki Ferguson
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur viðurkennt að það sé hugsanlegt að hann hafi misst af stjórastarfi Manchester United á sínum tíma vegna þess að hann skildi ekki Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóra Manchester United.

Guardiola og Ferguson hittust í New York í desember 2012 en þá hafði sá síðarnefndi ákveðið að hætta í þjálfun eftir 26 sigursæl ár hjá Manchester United.

„Enskan mín var ekki góð á þessum tíma þannig það er möguleiki að ég skildi hann ekki. Við hittumst á veitingastað en ég man ekki eftir að hann hafi stungið uppá að ég myndi taka við af honum." sagði Guardiola í viðtali.

Manchester United tekur á móti Manchester City í dag í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er með átta stiga forskot á granna sína toppi deildarinnar og er því um sannkallaðan toppslag að ræða.
Athugasemdir
banner
banner