Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. desember 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir „nánast pottþéttur" á að hann muni þjálfa KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki amalegur gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í gær en Heimir Guðjónsson kom í heimsókn.

Heimir var rekinn frá FH eftir síðasta tímabil þegar liðið endaði í þriðja sæti. Hann var látinn fara á slæmum tímapunkti og fór því til Færeyja þar sem hann tók við HB.

Heimir er uppalinn í KR, en hann var orðaður við Vesturbæjarstórveldið eftir tímabilið. Það gerðist hins vegar ekkert í þeim málum þar sem KR var búið að ráða þjálfara, Rúnar Kristinsson, þegar Heimi var vikið úr starfi í Hafnarfirðinum.

En ætlar Heimir einhvern tímann að snúa aftur „heim í KR".

„Auðvitað mun FH alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu en það er þannig með uppeldisklúbbinn þinn, þar sem þú ert alinn upp og þar sem þú stígur fyrstu skrefin þín, það á líka stað í hjarta mínu," sagði Heimir í útvarpsþættinum.

„Ég er nánast pottþéttur á því," sagði Heimir aðspurður út í það hvort hann muni þjálfa KR einn daginn.

Sjá einnig:
Heimir Guðjóns kom í gott spjall í útvarpsþáttinn
Athugasemdir
banner
banner
banner