Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. desember 2017 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Gylfi hefði átt að fá rautt
Gylfi hleypur hér á eftir Mohamed Salah.
Gylfi hleypur hér á eftir Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefði viljað sjá Gylfa Sigurðsson fá rautt spjald í grannaslag Liverpool og Everton í dag.

Gylfi fékk gult spjald fyrir tæklingu á Jordan Henderson í fyrri hálfleiknum, en Klopp hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu.

„Það bara bara eitt lið að reyna að spila fótbolta. Þeir fengu að brjóta eins og þeir vildu og ég trúði ekki mínum eigin augum. Við vorum heiðarlegir og vorum ekki að brjóta," sagði Klopp.

„Það er alltaf ein ljót tækling og í dag átti Gylfi Sigurðsson hana," sagði Klopp enn fremur.

Henderson þurfti að fá aðhlynningu eftir tæklingu Gylfa en kom svo aftur inn á og kláraði leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner