sun 10. desember 2017 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp reifst við fréttamann eftir leik
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp var í engu skapi til að svara spurningum fréttamanns Sky Sports eftir jafntefli Liverpool og Everton í dag.

Liverpool stjórnaði ferðinni og var 1-0 yfir lengi vel. Everton jafnaði á 77. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Dejan Lovren braut af sér.

Lovren var dæmdur brotlegur fyrir bakhrindingu á Dominic Clavert-Lewin, sóknarmanni Everton, en á samfélagsmiðlum hafa menn skipst í fylkingar um hvort brot hafi verið að ræða eða ekki. Klopp var harður á því að ekki hafi verið um brot að ræða og lét hann fréttamanninn sem ræddi við hann heyra það.

„Ég skil ekki af hverju dómarinn dæmir á þetta, það var aðeins eitt lið að reyna að vinna leikinn," sagði Klopp.

Fréttamaður Sky Sports sagði þá við Klopp að atvikið hefði litið út eins og vítaspyrna. Þá sagði Klopp:

„Ég vil bara tala við fólk sem hefur vit á fótbolta," sagði áður
en hann baðst svo afsökunar á ummælum sínum. „Afsakaðu, ég er ekki í skapi til að svara spurningum."
Athugasemdir
banner
banner
banner