Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 10. desember 2017 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Owen kemur Lovren til varnar: Ódýr vítaspyrna
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren mun væntanlega sofa lítið í nótt eftir að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í grannaslagnum gegn Everton í dag.

Lovren var dæmdur brotlegur í stöðunni 1-0. Hann ýtti við Dominic Calvert-Lewin sem féll til jarðar.

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir mjög ósáttir með dóminn, en menn hafa skipst í fylkingar á samfélagsmiðlum og deilt um hvort um brot hafi verið að ræða eða ekki.

Jamie Carragher var á því að þetta hefði verið vítaspyrna en annar fyrrum leikmaður Liverpool, Michael Owen, var ekki sammála því.

„Trúi því ekki að Craig Pawson hafi dæmt á þetta. Mjög ódýr vítaspyrna," skrifaði Owen á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner