Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. desember 2017 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho vorkennir dómaranum: Bara mannlegur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var tilbúinn með vænan skerf af afsökunum eftir tap gegn Manchester City á Old Trafford í dag.

Mourinho vildi fá vítaspyrnu þegar Ander Herrera féll innan vítateigs en spænski miðjumaðurinn fékk gult spjald fyrir leikaraskap í staðinn.

„Mín fyrstu viðbrögð eru að ég finn til með Michael Oliver dómara leiksins því hann átti mjög góðan leik fyrir utan ein afdrifarík mistök," sagði Mourinho.

„Herrera átti að fá vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Oliver var óheppinn með ákvörðunina sína því þetta var augljóst brot.

„Dómarinn er bara mannlegur og gerir sitt besta. Heppnin var með City og þeir fengu dómaraákvarðanir með sér."


Man City er með ellefu stiga forystu á toppnum og telur Mourinho keppnina um Englandsmeistaratitilinn líklega búna.

„Baráttunni um titilinn er líklega lokið, já. Man City er mjög gott lið en þeir eru líka ótrúlega heppnir og með fótboltaguðina á bakvið sig."
Athugasemdir
banner
banner