Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 10. desember 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Skelfileg vítaspyrna Benteke á ögurstundu
Defoe með magnað mark
Benteke klikkaði á vítapunktinum.
Benteke klikkaði á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Christian Benteke er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Crystal Palace eftir atburði gærdagsins.

Palace mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Staðan var jöfn 2-2 í uppbótartímanum en þá fengu Palace-menn vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Wilfried Zaha innan teigs.

Sóknarmaðurinn Christian Benteke steig á punktinn þrátt fyrir að honum hefði ekki verið falið það verkefni. Miðjumaðurinn Luka Milivojević átti að taka spyrnuna enda hafði hann tekið vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og skorað úr henni.

Benteke var hins vegar frekastur og tók spyrnuna. Spyrnan hjá honum var vægast sagt slök!

Eftir leik hafði Roy Hodgson, stjóri Palace, þetta að segja: „Við (þjálfaraliðið) vorum búnir að ákveða fyrir fram hver ætti að taka vítaspyrnurnar og búumst ekki við því að leikmennirnir breyti því í miðjum leik."

Smelltu hér til að sjá vítaspyrnu Benteke í gær. Hún kemur undir lok myndbandsins.

Einnig er hægt að skoða magnað mark sem Jermain Defoe gerði fyrir Bournemouth í leiknum í myndbandinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner