Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. desember 2017 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
Pep svarar Mourinho: Unnum því við vorum betri
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er stoltur af leikstíl sinna manna í Manchester City eftir 2-1 sigur gegn Manchester United á Old Trafford.

Pep segist vera ánægður með að geta sigrað bestu lið Englands á útivöllum þeirra spilandi sóknarbolta.

„Fólk sagði að það væri ekki hægt að spila eins og Barcelona í enska boltanum. Við erum að sanna að það er víst hægt," sagði Pep eftir sigurinn.

„Ég vissi það allan tímann, ég hafði trú á þessu verkefni frá byrjun. Mér finnst frábært að fara á Stamford Bridge og Old Trafford og vinna stórliðin spilandi skemmtilegan sóknarbolta. Þetta er það sem gerir knattspyrnu fallega.

„Nú verðum við að einbeita okkur að næsta leik. Eftir þrjá daga heimsækjum við Swansea að vetri til, það verður langt frá því að vera auðvelt."


Jose Mourinho, stjóri Man Utd, sagði gestina í Man City hafa verið heppna að sigra í dag og að þeir hafi fengið hjálp frá dómaranum.

„Á síðasta tímabili var hann með sömu afsökun. Við unnum á Trafford og það var dómaranum að kenna. Við erum heiðarlegt lið, við komum á Trafford og vorum 75% með boltann. Við komum hingað til að spila fótbolta. Við unnum því við vorum betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner