Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. desember 2017 06:00
Kristófer Jónsson
Sergio Romero á förum frá Manchester United?
Mynd: Getty Images
Sergio Romero, markvörður Manchester United, skoðar nú möguleikann á því að yfirgefa herbúðir Rauðu djöflanna í janúarglugganum.

Ástæðan fyrir því að Romero hugsar sér til hreyfings er sú að hann er hræddur um að hann missi sæti sitt í argentíska landsliðshópnum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næstkomandi sumar.

Romero hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum á þessu tímabili en hann berst við David De Gea en sá síðarnefndi hefur sannað sig sem einn langbesta markmann heims.

Sergio Romero varði mark Argentínu í úrslitaleik HM 2014 og stefnir hann að því að standa í rammanum þegar Argentína mætir Íslandi þann 16.júní í Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner
banner