sun 10. desember 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Serbi sá dýrasti í sögu Man Utd?
Powerade
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Coutinho kemur við í slúðurpakkanum.
Coutinho kemur við í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Það er kominn sunnudagur, margir væntanlega að jafna sig eftir fjör í gær og það er því tilvalið að glugga í slúðrið! Slúðurpakkinn í dag og er stór og stæðilegur.



Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er tilbúinn að gera Serbann Sergej Milinkovic-Savic (22) að dýrasta leikmanni í sögu félagsins og borga 95 milljónir punda fyrir hann. Milinkovic-Savic er miðjumaður og leikur með Lazio. (Sunday Express)

Sóknarmaðurinn Olivier Giroud (31) vill fara á láni frá Arsenal svo hann komist örugglega á HM með Frakklandi. West Ham og Crystal Palace hafa sýnt áhuga. (Sunday Mirror)

Real Madrid ætlar að gera tilraun til að fá markvörðinn Hugo Lloris (30) frá Tottenham ef Lundúnafélaginu tekst ekki að landa neinum titli á tímabilinu. (Sunday Mirror)

Arsenal ætlar að gera PSG tilboð í Goncalo Guedes (21), kantmann, næsta sumar. (Mail on Sunday)

Eden Hazard (26) er ekki að flýta sér að yfirgefa Chelsea. Hann hefur verið orðaður við Real Madrid. (Onze Mondial)

Markvörðurinn Thibaut Courtois (25) er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. (VTM Stadion)

Ef Raheem Sterling (23) ákveður einn daginn að yfirgefa Manchester City vill hann helst fara í lið utan Englands. Hann var orðaður við Arsenal í sumar en það er ekki líklegur áfangastaður fyrir hann. (Mail on Sunday)

Philippe Coutinho (25), miðjumaður Liverpool, vill fá fullvissu um það að hann fái að fara til Barcelona næsta sumar, svo hann geti einbeitt sér alfarið að Liverpool þangað til. (Sunday Mirror)

Manchester United ætlar að halda áfram að eltast við Ivan Perisic (28), kantmann Inter, í janúar. (Sun on Sunday)

Chelsea ætlar að leyfa belgíska sóknaramanninum Michy Batshuayi (24) að fara annað á láni í janúar. (Sun on Sunday)

Markvörðurinn Joe Hart (30) fær ekki að binda endi á lánsdvöl sína hjá West Ham í janúar. Hart er þar í láni frá Manchester City. (Sunday Times)

Jack Wilshere (25) er viss um að hann geti aftur komið sér inn í plönin hjá Arsenal. Félagið á enn eftir að bjóða honum nýjan samning, en samningur hans rennur út næsta sumar. (Sunday Telegraph)

Liverpool, Manchester United og Tottenham eru ásamt Everton í baráttu um Philipp Max (24), vinstri bakvörð Augsburg í Þýskalandi. Hann er þar liðsfélagi markahróksins Alfreðs Finnbogasonar. (Mail on Sunday)

Everton og West Ham eru að fylgjast með sóknarmanninum Josh Eppiah (19) hjá Leicester. (ESPN)

Manchester United hefur gert Alex Sandro (26), bakvörð Juventus, að sínum fyrsta kosti í vinstri bakvarðarstöðuna. United hafði fyrst mikinn áhuga á Danny Rose (27) hjá Tottenham, en það gengur illa í viðræðum við Daniel Levy, formann Spurs. (Independent)

Man Utd hefur boðið Alphonso Davies (17), kanadískum kantmanni, að æfa með félaginu. Hann er á mála hjá Vancouver Whitecaps sem leikur í MLS-deildinni. (CTV)

PSG hefur rætt við Hatem Ben Arfa (30) og Lucas Moura (25) um að þeir muni færa sig um set í janúar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner