banner
   sun 10. desember 2017 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Verðum að vera þakklátir fyrir Giroud
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfiður leikur, slæm byrjun kostaði okkur," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 1-1 jafntefli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á þessum ofursunnudegi.

„Við héldum áfram. Í seinni hálfleiknum vorum við með yfirburði en þeir vörðust vel. VIð spiluðum með marga sóknarmenn. Andinn í liðinu var frábær og við gáfumst aldrei upp."

Olivier Giroud kom inn á sem varamaður og bjargaði stigi fyrir Arsenal. Með markinu jafnaði hann met Ole Gunnar Solskjær.

„Við verðum að vera þakklátir fyrir það að Olivier Giroud er hluti af þessu liði. Hann er hæfileikaríkur leikmaður."

Southampton fór að tefja snemma og Wenger var ósáttur með það.

„Leiktöf er vandamál á Englandi og dómarar hafa ekki enn fundið lausnina. Þetta er orðið að alvöru vandamáli."
Athugasemdir
banner
banner