Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Alli Jói: Tilfinningin er ótrúlega sæt
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
   fös 11. janúar 2013 23:50
Magnús Már Einarsson
Árni Vilhjálms: Vonandi hefur Gummi Ben lært af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði Breiðabliki 3-1 sigur á ÍBV í Fótbolta.net mótinu með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

,,Maður er búinn að læra ágætlega mikið af Gumma Ben. Þó að hann sé ekki á hverri einustu æfingu þá kennir hann manni ýmislegt þegar hann er á æfingum. Hann tekur framherjana í 5-10 mínútur á æfingu og kennir þeim að skora," sagði Árni við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Síðara mark Árna var sérstaklega glæsilegt en hann klippti boltann þá í netið. Árni segir að Gummi hafi ekki kennt sér það.

,,Hann er reyndar ekki búinn að ná því en vonandi hefur hann lært eitthvað af þessu," sagði Árni léttur í bragði.

Árni segir að Blikar setji stefnuna hátt á þessu ári. ,,Maður reynir alltaf að toppa árið á undan. Það var annað sætið í fyrra og við reynum að gera betur en það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner