Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði Breiðabliki 3-1 sigur á ÍBV í Fótbolta.net mótinu með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
,,Maður er búinn að læra ágætlega mikið af Gumma Ben. Þó að hann sé ekki á hverri einustu æfingu þá kennir hann manni ýmislegt þegar hann er á æfingum. Hann tekur framherjana í 5-10 mínútur á æfingu og kennir þeim að skora," sagði Árni við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Síðara mark Árna var sérstaklega glæsilegt en hann klippti boltann þá í netið. Árni segir að Gummi hafi ekki kennt sér það.
,,Maður er búinn að læra ágætlega mikið af Gumma Ben. Þó að hann sé ekki á hverri einustu æfingu þá kennir hann manni ýmislegt þegar hann er á æfingum. Hann tekur framherjana í 5-10 mínútur á æfingu og kennir þeim að skora," sagði Árni við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Síðara mark Árna var sérstaklega glæsilegt en hann klippti boltann þá í netið. Árni segir að Gummi hafi ekki kennt sér það.
,,Hann er reyndar ekki búinn að ná því en vonandi hefur hann lært eitthvað af þessu," sagði Árni léttur í bragði.
Árni segir að Blikar setji stefnuna hátt á þessu ári. ,,Maður reynir alltaf að toppa árið á undan. Það var annað sætið í fyrra og við reynum að gera betur en það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir