Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   lau 11. janúar 2014 14:35
Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net mótið: Darri Steinn tryggði Stjörnunni sigur á ÍBV
Darri Seinn Konráðsson skoraði sigurmarkið.
Darri Seinn Konráðsson skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs skoraði mark ÍBV.
Ian Jeffs skoraði mark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 1 ÍBV:
1-0 Garðar Jóhannsson ('39)
1-1 Ian Jeff ('57)
2-1 Darri Steinn Konráðsson ('84)

Stjarnan vann sigur á liði ÍBV í Fótbolta.net mótinu í dag en þetta var fyrsti leikur liðanna í mótinu sem hófst í gær.

Garðar Jóhannsson kom Stjörnunni yfir með skalla á 39. mínútu eftir sendingu Hilmars Þórs Hilmarssonar inn í teiginn.

Ian Jeffs jafnaði metin fyrir ÍBV eftir að hafa fengið mjög góða sendingu inn fyrir vörnina og afgreitt vel.

Bæði lið áttu sín færi en næstur því að skora var Atli Freyr Ottesen sem átti skot í slá eftir klukkutíma leik og svo í stöng um miðjan seinni hálfleikinn.

Það var svo Darri Steinn Konráðsson sem skoraði sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann hirti þá bolta sem datt dauður í teignum og skoraði með þrumuskoti á markið og lokatölur 2-1.

ÍA og Haukar eru með liðunum í riðli en þau mættust á sama tíma og lauk leiknum með 1-2 sigri Hauka. Nánar er sagt frá þeim leik hér á eftir.

ÍBV tefldi fram þremur enskum leikmönnum sem eru á reynslu hjá félaginu. Þetta voru miðvörðurinn Matt Preston, kantmaðurin Kieron Morris og framherjinn Danny Griffiths. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari liðsins sagði eftir leik að honum litist vel á Preston en hinir hentuðu ÍBV ekki.

Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna. (Á skýrsluna vantar alla reynslumennina þrjá hjá ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner