,,Þetta var að mörgu leiti fínt hjá okkur, ég var nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá okkur," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV eftir fyrsta mótsleik ársins hjá liðinu sem tapaði 2-1 fyrir Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu í hádeginu.
,,Við hefðum mátt skapa okkur meira fram á við og við erum að vinna í reyna að bæta það hjá okkur. Við skoðuðum þrjá leikmenn í dag og það voru líka leikmenn hjá okkur sem stigu upp og spiluðu virkilega vel. Það voru margir góðir punktar hjá okkur en lika atriði sem við þurfum að laga í varnarleiknum."
Sigurður Ragnar tefldi fram þremur Englendingum sem eru á reynslu hjá félaginu.
ÍBV tefldi fram þremur enskum leikmönnum sem eru á reynslu hjá félaginu. Þetta voru miðvörðurinn Matt Preston, kantmaðurin Kieron Morris og framherjinn Danny Griffiths frá Walsall.
,,Mér fannst hafsentinn spila vel en hinir voru ekki leikmennirnir sem við vorum að leita að," sagði Sigurður Ragnar en býst hann þá við að semja við hafsentinn?
,,Nei, það er alls ekki víst að við gerum það. Við eigum eftir að skoða þau mál, og fara yfir leikinn og horfa á hann aftur. Það er fínt fyrir okkur að sjá hversu góðir þeir eru og það er möguleiki á að við skoðum fleiri leikmenn frá þeim. Það getur því verið að við kíkjum á einhverja fleiri en mér fannst vinstri kantmaðurinn og senterinn ekki styrkja byrjunarliðið okkar neitt."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar í sjónvarpinnu hér að ofan.
Athugasemdir