Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
   lau 11. janúar 2014 16:23
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Óli Kristjáns: Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningsmótin eru komin á fullt skrið í íslenska boltanum þar sem keppt er í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu, Íslandsmótinu í Futsal og Kjarnafæðismótinu meðal annars.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks sem hefur byrjað Fótbolta.net mótið vel og lagði Keflavík 4-2 í dag.

,,Þetta var fínn leikur. Gott tempó og góður sigur. Gott að fara með þrjú stig á Reykjanesbrautina," sagði Ólafur í símaviðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977.

,,Við byrjuðum að æfa um síðustu helgi og ég held að Keflvíkingarnir hafi gert það líka þannig þetta var svona að setja menn í gang, láta þá spila mismikið og vinna í þeim hlutum sem við höfum verið að vinna í í vikunni."

Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Ólafur segir að lítið sé að gerast í leikmannamálum hjá Breiðablik og að félagið ætli sér að leita innávið frekar en til erlendra leikmanna eins og Nichlas Rohde og Jordan Halsman.

,,Það er ekki til neitt sem heitir íslenskur leikmannamarkaður. Það eru mjög fá félagaskipti sem eiga sér stað milli liða þar sem eitt félag kaupir leikmann af öðru liði. Það hefur ekki skapast hefð fyrir því að það sé gert í neinum stíl.

,,Það helgast ákveðið viðhorf, þar sem það er ekki nægur þroski í þessu á alla kanta. Ef þú hefur áhuga að fá leikmann úr öðru liði og nefnir það við það félag sem leikmaðurinn er í þá ertu oft álitinn bara hálfklikkaður.

,,Þá er farið að tala um eitthvað svokallað verð og þá er það útúr öllu korti finnst liðinu sem er með leikmanninn og hinir bjóða alltof lágt þannig að það hefur ekki orðið nein verðmyndun á leikmönnum á Íslandi. Við erum bara ekki búin að ná þangað."


Rætt er ítarlega um íslenska leikmannamarkaðinn og hvers vegna hann virkar ekki í núverandi mynd út viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner
banner