banner
   sun 11. janúar 2015 16:11
Elvar Geir Magnússon
Futsal: Afturelding og Víkingur Ó. meistarar
Afturelding vann í kvennaflokki.
Afturelding vann í kvennaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikirnir í Íslandsmótinu í Futsal fóru fram í Laugardalshöllinni í dag. Kvennaleikurinn var spennandi og dramatískur en Víkingur Ólafsvík hafði talsverða yfirburði í karlaleiknum.

Afturelding vann Álftanes í úrslitaleik í kvennaflokki 5-3 eftir að hafa lent undir 2-3. Á lokasprettinum var Mosfellsbæjarliðið í fantagír og vann sigur.

Í karlaflokki vann Víkingur Ólafsvík 4-0 sigur gegn KB. Spenna var í fyrri hálfleiknum en eftir að Ólafsvíkingar skoruðu þriðja markið var þetta aldrei spurning og þeir unnu öruggan og verðskuldaðan sigur.

Ólafsvíkingar fá nú þátttökurétt í Evrópukeppninni í Futsal en Ejub Purisevic, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net eftir leikinn að mögulegt væri að félagið myndi sækja aftur um að halda riðilinn sinn í Ólafsvík eins og 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner