Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Alfreð í meðhöndlun hjá sérfræðingum í Katar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er farinn til Katar þar sem hann verður í meðhöndlun hjá sérfræðingum vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í október.

Hinn 27 ára gamli Alfreð hefur ekkert spilað síðan í sigurleik Íslands gegn Tyrklandi þann 9. október síðastliðinn. Alfreð er með bólgur í lífbeini sem leiðir niður í nárann en hann hefur ekki náð að vinna bug á meiðslunum.

Á dögunum var Alfreð í meðhöndlun á Íslandi en hann er nú farinn til Katar þar sem hann verður í meðhöndlun út mánuðinn.

Alfreð verður í meðhöndlun hjá fyrirtæki í Katar sem er með tæplega 800 starfsmenn frá 68 þjóðum.

„Ég vona að þetta verði loksins betra. Ef ég finn minni sársauka þá get ég vonandi byrjað að æfa með Augsburg í febrúar," sagði Alfreð við Bild.

Alfreð skoraði í fyrstu þremur leikjum Íslands í undankeppni HM en hann missti af leiknum gegn Króatíu í nóvember. Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Kosovo þann 24. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner