Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Ayala fer í þriggja leikja bann
Daniel Ayala.
Daniel Ayala.
Mynd: Getty Images
Daniel Ayala, varnarmaður Middlesbrough, þarf að afplána þriggja leikja bann eftir að áfrýjun hans á banninu var hafnað.

Ayala fékk beint rautt spjald fyrir brot á Fernando Forestieri, leikmanni Sheffield Wednesday, í enska FA-bikarnum um helgina sem var að líða. Boro vann leikinn 3-0.

Þessi 26 ára gamli spænski varnarmaður var dæmdur í þriggja leikja bann, en hann ákvað að áfrýja banninu. Þeirri áfrýjun var hins vegar hafnað af enska knattspyrnusambandinu.

Bannið hjá Ayala mun hefjast strax og því verður hann ekki með þegar lið hans heimsækir Watford á laugardaginn. Hann mun einnig missa af leikjum gegn West Ham og Accrington Stanley, en síðarnefndi leikurinn er í FA-bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner