Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 16:04
Magnús Már Einarsson
Craig Gardner til Birmingham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Craig Gardner, miðjumaður WBA, hefur gengið til liðs við Birmingham City á láni út tímabilið.

Hinn þrítugi Gardner mun síðan ganga alfarið í raðir Birmingham í sumar en félagið hefur náð samkomulagi við WBA um það. Talið er að kaupverðið sé þrjár milljónir punda.

Hinn þrítugi Gardner þekkir til hjá Birmingham því hann spilaði með liðinu 2010 og 2011. Hann vann meðal annars enska deildabikarinn á þeim tíma.

Gardner fór þaðan til Sunderland áður en hann gekk í raðir WBA árið 2014.

Gardner skoraði sex mörk í 85 leikjum á ferli sínum með WBA en hann hefur ekki verið inni í myndinni hjá Tony Pulis á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner