Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 09:33
Magnús Már Einarsson
Gylfi ekki til sölu sama hversu hátt tilboð berst
Gylfi í baráttunni.
Gylfi í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur sent einföld skilaboð til þeirra félaga sem hafa áhuga á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Samkvæmt frétt Wales Online hefur Swansea sagt áhugasömum félögum að Gylfi sé ekki til sölu, sama hversu hátt tilboð berst.

Gylfi hefur verið orðaður við bæði Leicester og Everton að undanförnu. Guðmundur Benediktsson greindi einnig frá því á Twitter um helgina að Swansea hefði hafnað 34 milljóna punda tilboði frá Southampton í Gylfa.

Hinn 27 ára gamli Gylfi gerði nýjan samning við Swansea í sumar en hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik liðsins á þessu tímabili.

Swansea er í harðri fallbaráttu en liðið mætir Arsenal í næsta leik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner