Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Hulk sannfærði Oscar - „Sagði að Shanghai væri falleg borg"
Hulk í leik með Shanghai SIPG.
Hulk í leik með Shanghai SIPG.
Mynd: Getty Images
Hinn brasilíski Hulk segist hafa aðstoðað við að sannfæra landa sinn, Oscar, um að yfirgefa Chelsea og færa sig um set til Shanghai SIPG í kínversku ofurdeildinni.

Oscar, sem er 25 ára að aldri, skipti yfir til Shanghai SIPG þegar janúarglugginn opnaði eftir að Chelsea hafði samþykkt í kringum 60 milljón tilboð í hann í síðasta mánuði.

Sögur segja að Oscar muni fá 500.000 pund á viku í Kína, en Hulk segist hafa hjálpað til við sannfæra Oscar, hann hafi selt honum kínverska lífsstílinn.

„Ég talaði við Oscar um Shanghai SIPG áður en hann skipti," sagði Hulk. „Ég sagði við hann að Shanghai væri falleg borg, að félagið væri stórkostlegt og að við myndum verða betri á næstu árum."

„Ég sagði honum líka að liðsfélagarnir væru mjög vinalegir. Eftir að hafa heyrt það sem ég sagði honum, þá kom hann."
Athugasemdir
banner