Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Ísland með lið í kempumóti í Þýskalandi
Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur eru í íslenska liðinu.
Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur eru í íslenska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Carl tóku armbeygjur eftir að FH skoraði gegn þeim.
Leikmenn Carl tóku armbeygjur eftir að FH skoraði gegn þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andriy Voronin tekur þátt í mótinu.
Andriy Voronin tekur þátt í mótinu.
Mynd: Getty Images
Um helgina fer fram fótboltamótið AOK-Tradionsmasters í Þýskalandi en þar mætast gamlar kempur úr boltanum.

Ísland verður með lið en Eyjólfur Sverrisson er spilandi þjálfari þess. Eyjólfur er í miklum metum í Þýskalandi eftir glæstan feril hjá Hertha Berlin á sínum tíma.

Hertha Berlin tekur einnig þátt í mótinu sem og Union Berlin, Nurnberg, Osnabruck og Borussia Mönchengladbach.

Spilað er innandyra á litlum gervigrasvelli en fjórir útileikmenn eru inni á vellinum í einu sem og einn markvörður. Frjálsar skiptingar eru í leikjunum en leikið er í 2x10 mínútur.

Um er að ræða mót sem eru þekkt erlendis en gamlar kempur úr mörgum stórum félögum taka reglulega þátt í mótum sem þessum.

Gamlar kempur úr íslenska boltanum skipa íslenska liðið en flestir þeirra tóku þátt í Borgunarbikarnum með utandeildarliðinu IFC (Carl) árið 2009.

Þar tapaði IFC 3-0 gegn FH en leikmenn liðsins vöktu athygli fyrir líflega framkomu í leiknum.

Af öðrum leikmönnum sem taka þátt í mótinu um helgina má nefna Andriy Voronin, fyrrum framherja Liverpool og Bayer Leverkusen, og Pavel Kuka, fyrrum framherja Kaiserslautern og tékkneska landsliðsins.

Voronin verður með Gladbach um helgina en Kuka spilar með Nurnberg.

Lið Íslands:
Eyjólfur Sverrisson (Spilandi þjálfari)
Arnar Arnþórsson
Bragi Hinriksson
Guðbjartur Haraldsson
Hallsteinn Traustason
Hermann Arason
Hermann Hreiðarsson
Hörður Már Magnússon
Jörundur Kristinsson
Kristinn Tómasson
Matthías Sigvaldason
Ómar Valdimarsson
Pétur Arason
Rútur Snorrason
Sigurður Ágústsson
Sindri Bjarnson
Sverrir Sverrisson
Tómas Ingi Tómasson
Valdimar Hilmarsson
Veigur Sveinsson
Þorsteinn Sveinsson
Þorvaldur Makan
Athugasemdir
banner
banner