Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Jón Ingason æfir með Grindavík
Jón Ingason fagnar sigri síðastliðið sumar.
Jón Ingason fagnar sigri síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ingason æfir þessa dagana með Grindavík en þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Jón er uppalinn hjá ÍBV en hann rifti samningi sínum við félagið síðastliðið haust og er því laus allra mála.

Grindvíkingar eru í leit að mönnum í varnarlínuna en vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson fór í Stjörnuna og spænski varnarmaðurinn Edu Cruz verður ekki áfram hjá liðinu.

Jón er til skoðunar hjá Grindvíkingum þessa dagana en hann spilaði bæði vinstri bakvörð og miðvörð hjá ÍBV síðastliðið sumar.

„Við erum að skoða vinstri bakvörð og vinstri hafsent og hann er hvorugt tveggja. Við erum að skoða þetta í rólegheitunum," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net í dag.

Jón lék sína fyrstu leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni 2011 en alls hefur hann leikið 84 leiki í efstu deild og bikarkeppni. Faðir hans er Ingi Sigurðsson sem var mjög sigursæll sem leikmaður ÍBV á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner