Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Kári Árna: Aron þarf að koma sér frá Tromsö
Aron innsiglaði sigurinn gegn Kína.
Aron innsiglaði sigurinn gegn Kína.
Mynd: Getty Images
Aron Sigurðarson hefur skorað í báðum þeim landsleikjum sem hann hefur spilað. Í gær skoraði hann annað mark íslenska landsliðsins í 2-0 sigri gegn Kína í vináttumóti.

Kári Árnason, fyrirliði Íslands í leiknum, hefur mikið álit á Aroni eins og hann sagði í viðtali við mbl.is.

„Framtíðin er mjög björt hjá Íslandi held ég. Aron hef­ur sýnt það á þess­um fáu æf­ing­um og í leikn­um í dag að hann er gríðarlega spræk­ur og á fullt er­indi í hvað sem er. Hann þarf bara að koma sér frá Trom­sö og fá að spila. Og svo er hægt að tala enda­laust um hina strák­ana sem stóðu sig mjög vel," sagði Kári við mbl.

Aron átti ekki fast sæti í norska liðinu Tromsö á sínu fyrsta tímabili með liðinu en það var í fallbaráttu en bjargaði sér undir lokin.

„Ég stóð mig vel á æfingum og í hreinskilni fannst mér steikt að ég væri ekki að spila," sagði Aron í viðtali við Fótbolta.net í nóvember. „Við vorum í erfiðri stöðu og ég er ekki besti varnarmaðurinn af könturunum þarna, það gæti hafa spilað inn í. Á æfingum fannst mér ég vera bestur og ég hugsaði ekki út í það að ég væri ekki í liðinu því ég væri lélegur."

„Ég tel mig hafa sannað það að ég get gert góða hluti í þessari deild þó það hafi getað gengið betur á tímabilinu. Ég get léttilega staðið mig mjög vel í þessari deild. Nú fæ ég fullt undirbúningstímabil með þeim og slepp vonandi alveg við meiðsli. Ég ætla að taka næsta tímabil og pakka því saman," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner