Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. janúar 2017 16:17
Magnús Már Einarsson
Makelele í þjálfaralið Swansea (Staðfest)
Makelele í stúkunni á leik Íslands og Ungverjalands á EM í sumar.
Makelele í stúkunni á leik Íslands og Ungverjalands á EM í sumar.
Mynd: Getty Images
Swansea hefur fengið Claude Makelele, fyrrum miðjumann Chelsea og Real Madrid, í þjálfaralið sitt.

Paul Clement, nýráðinn stjóri Swansea, þekkir vel til Makelele eftir að hafa starfað með honum þegar hann var leikmaður Chelsea. Clement og Makelele störfuðu einnig saman í þjálfaraliði PSG.

Makelele er 43 ára gamall en hann átti mjög farsælan feril sem leikmaður. Eftir að skórnir fóru á hilluna árið 2011 fór Makelele í þjálfaralið PSG.

Hann tók við sem þjálfari Bastia árið 2014 en var einungis hálft ár í starfi. Síðan þá hefur hann verið í fríi frá fótbolta.

Makelele verður mættur á hliðarlínuna strax á laugardag þegar Swansea fær Arsenal í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner