Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill fá átján ára varnarmann
Dayot Upamecano er feykilega efnilegur miðvörður.
Dayot Upamecano er feykilega efnilegur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á átján ára miðverði sem spilar með Salzburg í Austurríki. Strákurinn heitir Dayot Upamecano og er franskur.

Hann hefur vakið mikla athygli með framgöngu sinni í austurrísku deildinni en er þó óslípaður að ýmsu leiti, til að mynda hefur hann fengið tvö rauð spjöld í síðustu sjö leikjum sem hann hefur spilað.

Það gæti flækt málin fyrir United að Salzburg er í eigu orkudrykkjarisans Red Bull sem á einnig ráðandi hlut í þýska úrvalsdeildarfélaginu RB Leipzig. Níu leikmenn hafa færst milli félagana tveggja á síðustu árum, þar á meðal Naby Keita sem hefur verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar á tímabilinu.

Upamecano er eftirsóttur en hann hefur einnig verið orðaður við stórliðin Barcelona, Arsenal, Bayern München og Juventus.

Svíinn Victor Lindelöf hefur verið orðaður við United en ólíklegt er að hann komi til félagsins í janúarglugganum þar sem Jose Mourinho hefur sagst vera sáttur með þá kosti sem hann hefur í vörninni út yfirstandandi tímabil.

Athugasemdir
banner
banner