Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2017 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Manchester City ákært vegna brots á lyfjareglum
Manchester City gæti verið í vandræðum
Manchester City gæti verið í vandræðum
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært lið Manchester City fyrir að láta lyfjaeftirlitið ekki vita hvar leikmennirnir voru staðsettir fyrir lyfjapróf.

Félögum er skylt til þess að gefa lyfjaeftirlitinu nákvæmar upplýsingar um æfingatíma og hvar leikmenn liðsins eru staðsettir hverju sinni svo þeir geti verið lausir í lyfjapróf hvenær sem er.

Manchester City gaf ekki upp nákvæmar upplýsingar um hvar leikmennir liðsins voru. Talið er að félagið hafi ekki uppfært upplýsingarnar eftir að æfingatími liðsins breyttist.

Enska knattspyrnusambandið hefur því ákært félagið fyrir að brjóta þessar reglur.

City hefur tíma til 19. janúar til þess að svara fyrir ákæruna.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner