Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Maradona: Icardi sjöundi framherjinn hjá Argentínu
Maradona hefur ekki miklar mætur á Mauro Icardi
Maradona hefur ekki miklar mætur á Mauro Icardi
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Inter á Ítalíu, Mauro Icardi hefur verið duglegur að skora í ítölsku úrvalsdeildinni að undanförnu en það dugir ekki til þess að komast í argentíska landsliðið.

Icardi hefur skorað 14 mörk í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann á aðeins einn landsleik fyrir Argentínu og kom hann árið 2013.

Edgardo Bauza, landsliðsþjálfari Argentínu er farinn að íhuga að velja Icardi í landsliðið en Bauza gagnrýndi Icardi mikið fyrir að halda framhjá og giftast konu fyrrverandi liðsfélaga síns, Maxi Lopez.

Goðsögnin Diego Maradona hefur hins vegar ekki miklar mætur á Icardi og segir að hann eigi ekki að vera fjórði sóknarmaður liðsins, heldur sjöundi. Maradona myndi frekar velja hinn 43 ára gamla Daniel Bazan Vera.
Athugasemdir
banner
banner