Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. janúar 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Modric leikmaður ársins í Króatíu í fimmta sinn
Luka Modric - Leikmaður ársins í Króatíu
Luka Modric - Leikmaður ársins í Króatíu
Mynd: Getty Images
Luka Modric, leikmaður Real Madrid hefur verið valinn leikmaður ársins í Króatíu eftir baráttu við Ivan Rakitic og Mario Mandzukic.

Modric var frábær á síðasta ári, bæði með félagsliði sínu og landsliði var valinn í lið ársins af FIFA.

Modric fékk 110 atkvæði en Rakitic lenti í öðru sæti með 80 atkvæði. Mandzukic fékk svo 76 atkvæði í þriðja sæti.

Rakitic fékk þessi verðlaun árið 2015 en Modric hafði fengið þau árið áður.

Modric hefur nú fengið þessi verðlaun alls fimm sinnum og nálgast hann króatísku goðsögnina Davor Suker sem fékk þessi verðlaun sex sinnum.
Athugasemdir
banner
banner