banner
   mið 11. janúar 2017 10:45
Magnús Már Einarsson
Mourinho gagnrýndi fagnaðarlæti eftir mark
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, gagnrýndi leikmenn liðsins fyrir að fagna of mikið eftir að Juan Mata skoraði fyrsta markið gegn Hull í undanúrslitum enska deildabikarins í gærkvöldi.

Manchester United sigraði 2-0 í gærkvöldi en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum.

Juan Mata skoraði fyrra markið á 56. mínútu en hann hljóp í átt að Stretford End stúkunni og fagnaði vel og lengi með liðsfélögum sínum. Mourinho var ekki ánægður með það.

„Við þurftum að spila. Í bikarleikjum getur hvert einasta mark verið mikilvægt svo af hverju að fagna þegar það er hálftími eftir?" sagði Mourinho eftir leikinn í gær.

„Ég tel að við eigum ekki að gera þetta. Það var engin ástæða til að fagna þessu marki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner