Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. janúar 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Olsson sagður á leið til Swansea
Martin Olsson fagnar marki með Norwich.
Martin Olsson fagnar marki með Norwich.
Mynd: Getty Images
Swansea er nálægt því að ganga frá kaupum á Martin Olsson, vinstri bakverði Norwich. Kaupverðið hljóðar upp á fimm milljónir punda.

Hinn 28 ára gamli Olsson var nálægt því að ganga í raðir Swansea fyrir tveimur árum en ekkert varð af félagaskiptunum þá.

Líklegt er að Svíinn gangi hins vegar til liðs við Swansea á næstu dögum og taki stöðu Neil Taylor sem kinnbeinsbrotnaði á æfingu í morgun og verður frá næstu vikurnar.

Swansea hefur fengið flest mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni eða 45 talsins.

Paul Clement, nýráðinn stjóri liðsins, leitar nú leiða til að styrkja varnarleikinn en eins og kom fram fyrr í dag þá er Mamadou Sakho varnarmaður Liverpool eininig á óskalistanum.
Athugasemdir
banner
banner