Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. janúar 2017 11:46
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo hlær ekki að feitabollugríni Owen
Owen, Luis Figo, Ronaldo og Zinedine Zidane.
Owen, Luis Figo, Ronaldo og Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Michael Owen gerði grín að vaxtarlagi Brasilíumannsins Ronaldo á Twitter.. Þeir tveir léku saman í skamman tíma hjá Real Madrid og voru saman á heimavelli félagsins við verðlaunaafhendingu um liðna helgi.

Ronaldo hefur hlaðið á sig aukakílóum síðan ferlinum lauk og birti Owen mynd af þeim tveimur hlið við hlið.

„Ég hélt ég væri að þyngjast þangað til ég sá gamla vin minn, Ronnie!" skrifaði Owen við myndina en Ronaldo fannst ekkert fyndið við grínið.

„Það slær mig hve mikil umræða er um þyngd mína í þessum heimi sem við lifum í. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki af hverju hún er svona mikilvæg," segir Ronaldo sem er pirraður út í sinn fyrrum liðsfélaga.

Roberto Carlos sýndi landa sínum stuðning. „Ég er ekki hrifinn af svona gríni. Ronaldo er mjög góður vinur minn og við verðum að fara varlega. Það sem skiptir máli varðandi Ronaldo er ekki vaxtarlag hans, það er hjartað. Hann er með mjög stórt hjarta," segir Carlos.
Athugasemdir
banner
banner
banner