mið 11. janúar 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Sandro til Antalyaspor (Staðfest)
Farinn til Tyrklands.
Farinn til Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Antalyaspor hefur keypt brasilíska miðjumanninn Sandro frá QPR.

Hinn 27 ára gamli Sandro kom í enska boltann árið 2010 þegar Tottenham keypti hann frá Internacional.

Árið 2014 gekk Sandro í raðir QPR en hann spilaði einungis 36 leiki á tveimur og hálfu ári hjá félaginu.

Á síðasta tímabili lék Sandro tólf leiki á láni með West Bromwich Albion.

Antalyaspor er í níunda sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni en Samuel Eto'o, fyrrum framherji Barcelona, er fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner