Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2017 13:38
Elvar Geir Magnússon
Síle verður mótherji Íslands í úrslitaleiknum
Eduardo Vargas, leikmaður Síle og Hoffenheim, með knöttinn í leiknum.
Eduardo Vargas, leikmaður Síle og Hoffenheim, með knöttinn í leiknum.
Mynd: Getty Images
Síle 1 - 1 Króatía
1-0 Cesar Pinares ('19)
1-1 Franko Andrijasevic ('76)
Vítaspyrnukeppni: 4-1

Síle verður mótherji íslenska landsliðsins í úrslitaleik vináttumótsins í Kína. Leikurinn verður á sunnudagsmorgun klukkan 7:35 að íslenskum tíma og sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Síle vann Króatíu 4-1 í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum í dag en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1.

Síle hefur nokkra öfluga leikmenn í sínum hóp á þessu móti. Með liðinu eru Carlos Carmona miðjumaður Atalanta, Jean Beausejour fyrrum leikmaður Wigan og Eduardo Vargas, fyrrum leikmaður QPR sem nú er hjá Hoffenheim.

Íslenska landsliðið hefur ekki mætt liði frá Suður-Ameríku síðan 2002 þegar vináttulandsleikur gegn Brasilíu tapaðist 6-1. Grétar Rafn Steinsson skoraði mark Íslands.

Ísland hefur tvisvar leikið gegn Síle en ekki náð að vinna. Jafntefli 1-1 var niðurstaðan 1995 og 2001 tapaðist 1-2.
Athugasemdir
banner
banner
banner