Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. janúar 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Nær Barcelona að snúa við taflinu?
Sextán-liða úrslit spænska bikarsins halda áfram
Barcelona mætir Athletic Bilbao
Barcelona mætir Athletic Bilbao
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir eru í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld. Fyrri leikirnir fóru fram í síðustu viku og nú er komið að seinni leikjunum.

Klukkan 18:00 eru þrír leikir á dagskrá. Córdoba tekur á móti Alcorcón, Villareal og Real Sociedad mætast og Deportivo Alaves fær Deportivo La Coruna í heimsókn.

Lokaleikur kvöldsins hefst svo kl. 20:15 er Barcelona og Athletic Bilbao eigast við. Þetta er stórleikur þessarar umferðar í bikarnum.

Þegar liðin mættust á heimavelli Bilbao þá voru lokatölur 2-1 fyrir Bilbao og það verður því spennandi að sjá hvort Börsungar nái að snúa stöðunni sér í vil.

Miðvikudagurinn 11. janúar
18:00 Córdoba - Alcorcón (Fyrri leikur: 0-0 jafntefli)
18:00 Villareal - Real Sociedad (Fyrri leikur: 3-1 fyrir Real Sociedad)
18:00 Deportivo Alaves - Deportivo La Coruna (Fyrri leikur: 2-2 jafntefli)
20:15 Barcelona - Athletic Bilbao (Fyrri leikur: 2-1 fyrir Athletic Bilbao)
Athugasemdir
banner
banner
banner