banner
   mið 11. janúar 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Solbakken hafnaði Noregi - Vond tilfinning í maganum
Solbakken var um tíma stjóri Wolves en í dag stýrir hann FC Kaupmannahöfn.
Solbakken var um tíma stjóri Wolves en í dag stýrir hann FC Kaupmannahöfn.
Mynd: Getty Images
Stale Solbakken hefur hafnað tilboði um að taka við sem þjálfari norska landsliðsins.

Hinn 48 ára gamli Solbakken er Norðmaður en hann hefur frá því árið 2013 þjálfað FC Kaupmannahöfn.

Per-Mathias Högmo var rekinn úr starfi í nóvember og Norðmenn eru í leit að nýjum þjálfara í hans stað. Solbakken var boðið að taka við en á endanum ákvað hann að afþakka.

„Mér hefur verið illt í maganum í 14 daga út af þessu," sagði Solbakken.

„Ég hef fundað með norska knattspyrnusambandinu en ég ákvað að hafna tilboðinu því ég fékk aldrei góða tilfinningu í magann varðandi það að fara lengra með þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner